Handbolti N1 deild karla.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

HK sigraði 31:25 og hafði 16:12 yfir að loknum fyrri hálfleik. leikurinn byrjaði nokkuð vel hjá heimamönnum og var mjög góða barátta í liðinu auk þess sem vörn og markvarslan hjá Davíð sem varði 11 skot í fyrri hálfleik var í fínu lagi.
Eins og oft áður voru það tæknifeilar og klúður í dauðafærum hjá leikmönnum Aftureldingar sem voru þeim dýr í fyrri hálfleik og nýttu HK menn sér það vel með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Þessir tæknifeilar og að nýta ekki dauðafæri eru hlutir sem leikmenn Aftureldingar verða að laga og ætti það að vera mjög auðvelt en myndi breyta miklu, því þetta eru mjög dýr mistök í handbolta..
Gestirnir leiddu áfram í síðari hálfleik en í stöðunni í 22-23 fékk hornamaðurinn Bjarki Már Elísson HK rautt spjald fyrir brot á Hilmari Stefánssyni. Við þetta tvíefldust HK menn og breyttu vörninni í 6-0, og á sama tíma virtist allur vindur úr heimamönnum og gestirnir breyttu stöðunni í 22-28 og á þessum kafla var sóknarleikur heimamanna mjög dapur og kraftlaus.
Lokatölur urðu svo 25-31 fyrir HK.
Það var mikil framför hjá liði Aftureldingar frá síðasta leik gegn Val og liðið er á réttri leið.
Næsti leikur í N1 deildinni er heima að Varmá næsta fimmtudag 8. desember gegn Gróttu.
Við hvetjum alla til að mæta á þann leik og hvetja okkar menn til sigurs.
Áfram Afturelding