Auður Linda boðuð á landsliðsæfingar.

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Auður Linda Sonjudóttir, leikmaður 3.flokks kvenna í knattspyrnu hefur verið valin til þáttöku á úrtökuæfingum U16 ára landsliðsins sem fram fara um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Auður er valin og óskar knattspyrnudeild henni til hamingju með viðurkenninguna.
Frá 3.flokki kvenna voru þær Snædís Guðrún Guðmundsdóttir og Eydís Embla Lúðvíksdóttir einnig boðaðar á úrtökuæfingar um næstu helgi en þær mun æfa með U-17 ára landsliðinu. Anton Ari Einarsson markmaður úr 2.flokki karla var á landsliðsæfingum með U19 um síðustu helgi og vill knattspyrnudeild óska okkar efnilegu ungmennum til hamingju og góðs gengis með landsliðinu.