Ný heimasíða í loftið

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Þessi nýi vefur verður mun einfaldari í umsýslu fyrir þá sem sjá um síður einstakra deilda og sér þess vonandi stað í líflegri fréttamiðlun frá öllum deildum strax frá byrjun. 
Vefurinn er ekki fullskapaður né greyptur í stein en nægilega þroskaður til að notkun hans geti hafist. Áfram verður unnið að þróun hans og öllum ábendingum um það sem betur má fara er vel tekið. 
Ábendingar má senda til okkar hér.