N1 deildin – Afturelding lagði Gróttu 27:25

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Aftureldingu sem voru klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik. Grótta náði með góðum leikkafla í byrjun síðari hálfleiks að jafna leikinn og komast yfir.  Á þessum kafla var sóknarleikur heimamanna mjög slakur og vörnin sem hafði framan af leik virkað ágætlega var á bak og burt.  Í stöðunni 21-24 fyrir gestina þegar rúmlega 10 mín voru til leiksloka vöknuðu heimamann aftur til lífsins, og með frábærum stuðning af pöllunum, náðu heimamenn að knýja fram mikilvægan sigur.
Markahæstir hjá Aftureldingu voru Böðvar Páll Ásgeirsson og Sverrir Hermannsson, báðir með fimm mörk, auk þess sem Davíð Svansson  varði 19 skot  og nokkur mjög mikilvæg á lokakafla leiksins.
Síðasti leikur Aftureldingar fyrir jóla er útileikur gegn Haukum næsta fimmtudag 15. des á Ásvöllum.
Við hvetjum alla til að mæta í Hafnarfjörðinn og hvetja okkar menn til sigurs í þeim leik.
Áfram Afturelding.