Leikadagur hjá meistaraflokkum í handbolta

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Það er líf og fjör hjá meistaraflokkum Aftureldingar í handbolta í dag en bæði karla- og kvennalið félagsins eiga mikilvæga leiki fyrir höndum í dag. Meistaraflokkur karla leikur gegn KA á Akureyri í kvöld í Olís-deild karla. Afturelding er í 5. sæti deildarinnar að loknum sjö umferðum og getur blandað sér í toppbaráttuna með sigri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu á KA TV.

Sjá má leikinn hér í kvöld.

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Fylki í Grill66-deild kvenna að Varmá í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:30. Afturelding vann stórsigur á Stjarnan U sl. föstudagskvöld og er í toppbaráttunni í Grill66-deildinni. Afturelding getur með sigri í kvöld komist upp í annað sæti deildarinnar en Fylkir er aðeins stigi á eftir Aftureldingu í deildinni. Það er því von á hörkuleik.

Við hvetjum Aftureldingarfólk til að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja við stelpurnar okkar. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á AftureldingTV. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hægt að sjá leikinn hér.