Framkvæmdir á íþróttasvæði

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Framkvæmdir eru hafnar á knatthúsi að Varmá. Af þeim sökum er búið að girða af svæðið fyrir neðan íþróttahús og í áttina að vallarhúsi. Þetta þrengir aðkomuleið að gervisgrasvelli. Eins og smá má á eftirfarandi skýringamynd eru gönguleiðir að vellinum eftirfarandi (rauðmerktar) Aðeins er hægt að ganga inn á gervigrasvellinum nær Vesturlandsvegi vegna framkvæmda.

Hægt er að stytta gönguleiðir iðkenda með að koma að Hlégarðsmegin að gervigrasvellinum. Við vonum að Mosfellingar sýni aðstæðum skilning og þolinmæði. Nýtt knatthús verður tekið í noktun haustið 2019 sem mun umbylta aðstöðu knattspyrnudeildar yfir vetramánuði.