Prufaðu að æfa handbolta á meðan á HM stendur

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður öllum krökkum að prufa að æfa handbolta á meðan á HM í handbolta stendur. Við hvetjum alla krakka í Mosfellsbæ til að nýta sér þetta tækifæri til að prufa þessa frábæra íþrótt. Allar æfingar fara fram undir handleiðslu okkar frábæru þjálfara hjá Aftureldingu.

Til að prufa handbolta hjá Aftureldingu þarf bara að mæta á æfingu – ekki þarf að skrá sig. Þjálfarar Aftureldingar taka vel á móti nýjum iðkendum og koma þeim af stað í íþróttinni. Æfingatíma má sjá hér að neðan.