Silfur á Íslandsmóti

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar náðu sér ekki alveg á strik framan af leik og voru 5 mörkum undir í hálfleik 7-12 og lentu mest 8 mörkum undir í seinni hálfleik. Síðustu 15 mínútur leiksins tóku strákarnir sig saman í andlitinu og spiluðu mjög vel. Þeim tókst að minnka muninn í 2 mörk og áttu tvisvar möguleika að minnka niður í 1 mark en það tókst ekki og Fram náði að halda forystunni til leiksloka.
 Þetta er þó stórkostlegur árangur hjá strákunum og framar vonum. Með miklum dugnaði og getu strákanna, miklum stuðningi foreldra, góðri umgjörð hjá félaginu og síðast en ekki síst frábærum þjálfurum sem eru Hilmar Stefánsson og Hrafn Ingvarsson er hægt að ná svona góðum árangri.
 Innilega til hamingju með silfrið strákar.
 Óskar Vídalín formaður handknattleiksdeildar.