Sportís í samstarf við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Sportís ehf umboðsaðili Asics og Afturelding handboltadeild gera með sér samning um sölu og markaðssetningu á Asics handboltaskóm. Leikmenn meistaraflokka Aftureldingar spila í Asics næstu 3 árin.

Sportís bíður félagsmönnum frábær kjör á skóm í verslun sinni í Mörkinni 6. Nánar um samstarfið kemur í næsta mosfelling og á heimasíðu Aftureldingar.

Á myndinni eru Hannes Sigurðsson formaður handknattleiksdeild og Skúli Jóhann Björnsson forstjóri Sportis.is