Rebekka Sunna og Sunneva Björk í U17 úrtaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Rebekka Sunna Sveinsdóttir og Sunneva Björk Valdimarsdóttir hafa verið valdar í 15 manna úrtak í U17 landsliði Íslands en í þeim hópi eru stúlkur fædddar 2004 og síðar. Ingólfur Guðjónsson og þjálfarateymið hafa kallað saman 15 stúlkur sem koma saman núna um helgina í undirbúningi sínum fyrir undankeppni EM U17.   Mótið fer fram í Danmörku dagana 12.-15. september nk. og æfir hópurinn saman í Fagralundi þessa helgina. Hópurinn mun hittast næstu þrjár helgar áður en haldið verður til Danmerkur. Næstu helgi verður hópurinn saman á Húsavík og helgina eftir á höfuðborgarsvæðinu þar sem U17 liðið mun taka þátt í Haustmóti BLÍ að Varmá. Bæði Rebekka og Sunneva urðu Íslandsmeistarar með  3. flokks stúlkum í Aftureldingu í vor.

Við óskum Rebekku og Sunnevu góðs gengis.