Stelpurnar hófu árið með sigri á FH

Meistaraflokkur kvenna í handbolta fer vel af stað í ár og styrkti stöðu sína í öðru sæti Grill66-deildar kvenna í handbolta. Liðið lagði FH að Varmá í gær, 24-18 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn.

Þóra María Sigurjónsdóttir átti góðan leik og skoraði alls 9 mörk. Kiyo Inage kom næst með 7 mörk og Jónína Líf Ólafsdóttir var með 6 mörk. Afturelding lék vel í vörn og sókn. Sigurinn boðar gott fyrir árið 2019 en Afturelding er í harðri toppbaráttu. Liðið er með 16 stig í öðru sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn gegn Valur U að Varmá á mánudagsköld og hefst leikurinn kl. 19:30.

Leikurinn var í beinni útsendingu á AftureldingTV og má sjá leikinn hér að neðan: