Þóra María Sigurjónsdóttir var valin besti ungi leikmaðurinn í Olísdeild kvenna í þriðjungsuppgjörsþætti Olís-deildar kvenna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í síðustu viku. Þar valdi Hrafnhildur Ósk Skúladóttir bestu ungu leikmenn deildarinnar.
Hrafnhildur miðaði við leikmenn fædda árið 2000 og síðar. Það er nóg af efnilegum leikmönnum í deildinni og valið var því alls ekki auðvelt.
Hrafnhildur valdi leikstjórnanda Aftureldingar, Þóru Maríu Sigurjónsdóttur, sem besta unga leikmann deildarinnar. Þóra hefur leikið alla 8 leiki liðsins í Olísdeildinni vetur og skorað í þeim 31 mark. Afturelding óskar Þóru Maríu til hamingju með útnefninguna.
Sjá má innslag Seinni bylgjunnar hér að neðan.
Þóra María var einnig valin í lið 7. umferðar Olísdeildar. Þóra átti flottan leik þegar hún skoraði 8 mörk í tapi gegn KA/Þór.
Lið og leikmaður 7. umferðar í #olisdeildin kvenna. pic.twitter.com/91u3lH3bFk
— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) November 4, 2019