Stofnfundur hjóladeildar Aftureldingar

Hjóladeild Aftureldingar Hjól

Tæplega 70 manns sóttu stofnfund Hjóladeildar Aftureldingar sem fram í Vallarhúsinu að Varmá þann 5. apríl síðastliðinn. Fundurinn var afar jákvæður og ljóst að það er mikill hugur í hjólafólki í Mosfellsbæ sem hefur óskað eftir því að fá að keppa undir merkjum Aftureldingar.

Fjallað var um umsókn hjólreiðafólks inn í Aftureldingu á aðalfundi félagsins þann 20. mars síðastliðinn og var þar ákveðið samhljóða að hefja þá vinnu við að stofna hjóladeild innan félagsins. Aðalstjórn félagsins mun hafa yfirumsjón með deildinni fyrsta starfsárið og verður deildin tekin formlega inn í Aftureldingu á aðalfundi félagsins á næsta ári.

Þetta er mjög jákvæðar fréttir fyrir hjólreiðafólk í Mosfellsbæ og Aftureldingu sem hefur það að markmiði að hlúa enn betur að almenningsíþróttum.

Frekari frétta af Hjóladeild Aftureldingar er að vænta á næstu vikum.