Aukaaðalfundur Sunddeildar 24. apríl

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeild Aftureldingar boðar til aukaaðalfundar þann 24. apríl næstkomandi í vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Dagskrá aukaaðalfundar:
1. Kjör formanns sunddeildar
2. Kjör á stjórn sunddeildar
3. Önnur mál

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn sunddeildar geta gert það með að senda tölvupóst á umfa@afturelding.is. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en á miðnætti 17. apríl.

Hvetjum áhugafólk um sund til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í því að byggja upp öfluga sunddeild í Mosfellsbæ.