Árlegar æfingabúðir með Sensei Steven Morris 7. dan

Karatedeild Aftureldingar Karate

Helgin hófst á æfingabúðum í Egilshöll föstudaginn 27. apríl fyrir brún- og svartbeltara og hélt áfram laugardaginn 28. apríl opin öllum aldurshópum. Fyrri hluta dags var æft kata, bunkai og kumite og yngri iðkendur tóku beltapróf. Síðdegis hófst svo eiginleg beltagráðun brún- og svartbeltara sem stóð til kl. 18.

Þau sem fengu hærri gráðun hjá Stven Morris að þessu sinni voru: Dóra – 3. kyu (brúnt og 1 strípa), Zsolt, Oddný, Emil og Hugrún 1. kyu (brúnt og 3 strípur). Það fjölgaði einnig í svartbeltarahópnum, en Andrés, Gunnar og Agla fengu öll shodan ho svart belti. Fjórir fengu 1. dan svart belti, Þórður og Máni shodan junior og Anna og Elín shodan. Við óskum þessum flotta hóp til hamingju með árangurinn.