Karate

Copenhagen Open – Þórður með silfur

Karatedeild Aftureldingar Karate

Helgina 23-25. febrúar fór fram opna bikarmótið Copenhagen Open. 873 keppendur frá 21 þjóðum tóku þátt. Landslið Íslands í kata tók þátt í mótinu sem liður í undirbúningi fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Laugardalshöll í apríl nk. Þórður keppti í senior kata male en þar voru 31 keppendur skráðir til leiks frá 12 þjóðum.

  • Í fyrstu umferð lenti Þórður á móti finnska landsliðsmanninum Aksel Takkala en hann mætti ekki til leiks þannig að Þórður sat hjá.
  • Í annarri umferð lenti Þórður á móti danska landsliðsmanninum David Veistrup en þeir hafa keppt áður og unnið til skiptis. Þórður vann viðureignina nokkuð örugglega með kata Anan á móti Unsu hjá Veistrup.
  • Í þriðju umferð lenti Þórður á móti landsliðsmanni frá Andorra, Fernando Moriera. Þórður vann viðureignina með kata Ohan dai á móti Kanku sho hjá Moriera.
  • Í fjórðu umferð, undanúrslitum lenti Þórður á móti litháenska landsliðsmanninum Dovydas Žymantas. Þórður vann á með kata Anan dai á móti Unsu hjá mótherjanum.
  • Í fimmtu umferð, úrslitum lenti Þórður á móti írska landsliðsmanninum David Gannon. Þar laut Þórður í lægra haldi með 0,5 stiga mun með kata Chibana no Kushanku á móti Sansai hjá Gannon.

Una Garðarsdóttir náði einnig silfri í junior flokki, en aðrir úr landsliðinu í kata komust ekki á pall.

Frábær árangur hjá Þórði í mjög sterkum keppnisflokki.

Heildar úrslit mótsins má finna hér.

Karate

Una og Þórður með silfur