Evrópumeistaramót 2020 – U21, junior og cadet

Karatedeild Aftureldingar Karate

Landslið Íslands í karate tók þátt í Evrópumeistaramóti ungmenna í karate sem haldið var í Ungverjalandi 7.-9. febrúar 2020. Alls tóku 7 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku. Hver þjóð má senda einn keppanda til þátttöku í hverjum flokki og því er það frábær árangur hjá unga keppnisfólkinu okkar að vera valin meðal þeirra bestu í Evrópu.

Mótið var stórt en alls voru 1185 þátttakendur skráðir. Það var því ljóst að á brattann var að sækja fyrir keppendur okkar. Þórður keppti í kata junior en 35 keppendur voru skráðir til leiks. Hann komst ekki áfram úr fyrstu umferð og varð lokaniðurstaðan fyrir hann 25. sæti. Oddný keppti í kata cadet en 30 keppendur voru skráðir til leiks. Hún komst ekki áfram úr fyrstu umferð og var lokaniðustaðan 25. sæti fyrir hana. Bestum árangri íslensku keppendanna náði Aron Anh úr ÍR í U21 kata male en hann vann fystu umferðina með yfirburðum og endaði í 15. sæti.

Þau eru sannarlega reynslunni ríkari því það er gífurlega mikilvægt fyrir unga keppendur að spreyta sig á stórmóti eins og þessu og fá tækifæri til að mæta keppendum sem eru fremstir í heiminum í karate í dag.

Keppt á sex völlum samtímis

Þórður tilbúinn að keppa

Oddný tilbúin að keppa