Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri starfar í umboði aðalstjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Starfið felur í sér samstarf við félagsmenn, styrktaraðila, starfsfólk Mosfellsbæjar, annarra íþróttafélaga og hagsmunasamtaka þeirra.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga sem hefur áhuga á íþróttastarfi og er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins.

Starfssvið

 • Ábyrgð og stjórnun á daglegum rekstri félagsins
 • Ábyrgð og umsjón með fjármálum og starfsmannamálum
 • Framkvæmd ákvarðana stjórnar og samskipti við stjórnarmenn
 • Þjónusta við iðkendur og stjórnir deilda
 • Markaðs- og kynningarstarf
 • Samskipti og tengsl við hagsmunaaðila
 • Ábyrgð á framkvæmd og framvindu verkefna
 • Undirbúningur funda og viðburða
 • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Farsæl stjórnunarreynsla
 • Reynsla og þekking á sviði fjármála
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Reynsla af verkefnastjórnun og samskiptum við hagsmunaaðila
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Hreint sakavottorð

Um er að ræða fullt starf hjá Aftureldingu sem er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.600 iðkendur í 11 deildum. Vinnutími er sveigjanlegur og starfinu fylgir vinna utan hefðbundins skrifstofutíma.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á vef Hagvangs www.hagvangur.is.