Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Karatedeild Aftureldingar hefur endurnýjað samning sinn við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um fyrirmyndafélag. Viðurkenningin er veitt fyrir fyrirmyndarstarf fyrir börn og unglinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur.

Skilyrðin snúa að skipulagi félagsins, umgjörð þjálfunar og keppni, fjármálastjórn, menntun þjálfara, félagsstarfi, foreldrastarfi, fræðslu, forvörnum og jafnréttismálum.

Karatedeildin hefur verið með viðurkenninguna Fyrirmyndarfélag allt frá árinu 2006.

Anna Olsen formaður karatedeildarinnar og Þráinn Hafsteinsson frá ÍSÍ