Afturelding semur við argentínskan varnarmann

Afturelding hefur gengið frá samningi við argentínska miðvörðinn Ivan Moran. Ivan kom til Aftureldingar á reynslu í byrjun mánaðarins og hefur spilað síðustu leiki í Lengjubikarnum.

Ivan er 26 ára gamall en hann hefur á ferli sínum lengst af leikið í heimalandi sínu Argentínu. Ivan hefur einnig leikið í Grikklandi og í úrvalsdeildinni í Gíbraltar.

Afturelding fagnar komu Ivan og bindur miklar vonir við hann fyrir komandi tímabil.