Þrír frá Aftureldingu á EM í Tyrklandi

Taekwondo Taekwondo

Landsliðsþjálfari Íslands í Taekwondo formum, Lisa Lents, hefur valið þá sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í formum sem fram fer í Tyrklandi dagana 2–4. apríl 2019.

Í hópnum eru þrír fulltrúar frá Aftureldingu.

  • Ásthildur Emma Ingileifardóttir
  • Wiktor Sobczynski
  • María Guðrún Sveinbjörnsdóttir

Í framhaldi af Evrópumótinu fer fram Evrópumótið í strandformum (European Beach Championships) og munu þau einnig taka þátt á því móti.

Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis.