Annað Grand Prix mót ársins var haldið 28. apríl, en hún er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 144 þátttakendur skráðir til keppni en þetta er eitt fjölmennasta GP mót sem hefur verið haldið hingað til. Karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum
KEPPENDUR OG VERÐLAUN
- Alex Bjarki Davíðsson – kata 13 ára pilta – silfur
- Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 13 ára stúlkna – gull
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 13 ára stúlkna – brons
- Robert Matias Bentia – kata 13 ára pilta – gull
Dómarar frá Aftureldingu voru Anna Olsen, Elín Björg Arnarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson.
Robert Bentia
Úrslit mótsins má finna hér.

Alex Bjarki

Robert Matias

Eva Jónína

Kristíana Svava