karate

Grand Prix 2 – bikarmót unglinga

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 6. maí var haldið annað Grand Prix mót ársins, en það er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 124 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með sex skráða keppendur, alla í kata. Fjórir keppendur komust í verðlaunasæti og fengu þrjú þeirra gull! Frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum!

KEPPENDUR OG VERÐLAUN
  • Elín Helga Jónsdóttir – kata 13 ára stúlkna – gull 🥇
  • Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 12 ára stúlkna – gull 🥇
  • Hekla Sif Þráinsdóttir – kata 14-15 ára stúlkna – 9. sæti 🥋
  • Inez Rojek  – kata 14-15 ára stúlkna – 5. sæti 🥋
  • Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 12 ára stúlkna – brons 🥉
  • Robert Matias Benita – kata 12 ára pilta – gull 🥇

Úrslit mótsins eru hér.

karate

Sensei Willem ásamt Elínu, Kristíönu, Evu og Robert

karate

Eva og Kristíana á palli

karate

Robert á palli

karate

Elín Helga á palli