Áfram Afturelding – Íslandsmeistaratitill undir.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Stelpurnar okkar í blakinu spila um Íslandsmeistaratitilinn að Varmá kl 19:00 miðvikudaginn 10.maí.

Ef stelpurnar vinna þennan leik þá hampa þær titlinum, ef ekki þá verður hreinn oddaleikur á Akureyri á föstudaginn.

Við hvetjum allt Aftureldingarfólk til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar en áhorfendur geta svo sannarlega gert gæfumuninn.

Miðasala á STUBB appi en  börn og unglingar  yngri en 18 ára fá frítt.

♥Mætum í rauðu og tökum þennan bikar ♥

❤️ÁFRAM
🖤AFTURELDING