Fyrsta bikarmeistaramót ársins var haldið laugardaginn 27. febrúar 2021. Vegna sóttvarnarráðstafana var einnig keppt í elstu unglingaflokkunum (16-17 ára). Bikarmeistaramótin eru alla jafna þrjú yfir árið og er stigahæsti einstaklingurinn í kata og kumite bikarmeistari í karla og kvennaflokki.
Frá Aftureldingu kepptu þeir Þórður Jökull Henrysson í kata karla og Hugi Tór Haraldsson í kumite 16-17 ára.
Bestum árangri náði Þórður Jökull, en hann sigraði sterkan flokk í kata karla. Hugi Tór lenti í 7. sæti í kumite 16-17 ára. Úrslit mótsins má sjá hér.
Að þessu sinni voru tveir dómarar frá Aftureldingu, þær Anna Olsen og Elín Björk Arnarsdóttir.