Gull á fyrsta bikarmeistaramótinu

Karatedeild Aftureldingar Karate

Fyrsta bikarmeistaramót ársins var haldið laugardaginn 27. febrúar 2021. Vegna sóttvarnarráðstafana var einnig keppt í elstu unglingaflokkunum (16-17 ára). Bikarmeistaramótin eru alla jafna þrjú yfir árið og er stigahæsti einstaklingurinn í kata og kumite bikarmeistari í karla og kvennaflokki.

Frá Aftureldingu kepptu þeir Þórður Jökull Henrysson í kata karla og Hugi Tór Haraldsson í kumite 16-17 ára.

Bestum árangri náði Þórður Jökull, en hann sigraði sterkan flokk í kata karla. Hugi Tór lenti í 7. sæti í kumite 16-17 ára. Úrslit mótsins má sjá hér.

Að þessu sinni voru tveir dómarar frá Aftureldingu, þær Anna Olsen og Elín Björk Arnarsdóttir.

Þórður að framkvæma kata Anan Dai

 

Þórður að framkvæma kata Nipaipo

 

Hugi að berjast í kumite