Stelpurnar komnar í FINAL 4 í Kjörísbikarnum

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu í 8 liða úsrslitum Kjöríssbikarsins í blaki í kvöld og fengu þær 1.deildar lið Fylkis í heimsókn.  Afturelding sigraði  leikinn örugglega 3-0 þar sem Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst með 18 stig og næst kom Steinunn Guðbrandsdóttir með 11 stig. Undanúrslitin verða spiluð föstudaginn 12.mars í Digranesi og verður dregið í þau á sunnudaginn eftir að síðasta leikí 8 liðar úrslitunum lýkur.