Áhorfendur á leikjum að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Loksins – loksins megum við taka á móti áhorfendum á íþróttaviðburði. Enn eru þó takmarkanir sem við höfum brugðist við með því að merkja stúkurnar inn í húsi með límmiðum sem segja ýmist ‘sæti’ eða ‘ekki sæti’. Einnig er önnur hver sætalína lokuð til þess að auðvelda fjölskyldum og tengdum einstaklingum að sitja saman.

Við biðjum okkar áhorfendur  að virða 1. metra regluna í áhorfendastúkum og muna eftir grímunum. Grímuskylda er í öllum íþróttamannvirkjum Mosfellsbæjar, að Varmá og Lágafelli  (hjá 16 ára og eldri) þar með talið eru gervigrasið, Fellið og önnur innanhúsaðstaða.

Hægt er að kaupa grímur merktar Aftureldingu HÉRMuna skrifa í athugsemd hvort þið viljið barna eða fullorðins. Hægt er að nálgast þær á næstu handbolta- og/eða blakleikjum, með kvittun í síma eða útprentaða.

 

 

 

 

Það er nóg um að vera á næstunni.
Við hlökkum til að sjá sem flesta koma og hvetja íþróttafólkið okkar áfram eftir alltof langan tíma með tómar stúkur

Næstu leikir að Varmá:
4. mars – Handbolti Olísdeild kk Afturelding – Fram
6. mars – Blak Kjörísbikar kk Afturelding – KA
6. mars – Knattspyrna Lengjubikar kk Afturelding – KA
7. mars – Blak 1. deild kvk Afturelding – KA
8. mars – knattspyrna  Lengjubikar kvk Afturelding – Haukar
10. mars – Handbolti Grill66 kvk Afturelding – ÍR