Íslandsmeistaramót barna í kata

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót barna í kata var haldið 4. apríl 2022. Þetta mót er eina mótið fyrir þennan aldurshóp sem haldið er á vegum Karatesambands Íslands og því eru þetta oft á tíðum fyrsta keppnisreynslan sem ungir karateiðkendur fá. Keppt er bæði í einstaklingskata og hópkata.

Alls tóku sjö krakkar þátt í einstaklingsgreinum og einnig voru tvö hópkata lið. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi.

Silfur og brons – kata pilta 8 ára og yngri

Bestum árangri náði Aron Trausti Kristjánsson en hann tapaði í úrslitum afar spennandi bardaga og fékk því silfur í fjölmennum flokki kata 8 ára og yngri. Í sama flokki lenti Eyþór Eldur Árnason í þriðja sæti með brons.  Daníel Þór Kristjánsson keppti einnig í þessum flokki en hann tapaði sínum bardaga.

Aron Trausti og Eyþór Eldur á verðlaunapalli

Brons – kata pilta 11 ára

Robert Matias Benita lenti í þriðja sæti og fékk brons í afar fjölmennum riðli 11 ára pilta. Í sama riðli keppti einnig Alex Bjarki Davíðsson en hann tapaði naumlega og datt úr keppni.

Robert Matias á verrðlaunapalli

Brons – hópkata krakka 9 ára og yngri

Aron Trausti, Eyþór Eldur og Daníel Þór stóðu sig afar vel í hópkata krakka 9 ára og yngri og hrepptu 3. sæti eftir spennandi úrslitabardaga

Daníel Þór, Aron Trausti og Eyþór eldur á verðlaunapalli

Aðrir flokkar

Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel en náðu ekki á verðlaunapall í þetta sinn. Birgitta Lóa Marinósdóttir lenti í 5. sæti eftir tap í viðureign um bronsið í kata 9 ára stúlkna, og Hrafnkell Arnþórsson keppti í kata 9 ára pilta en hann datt úr keppni. Í hópkata krakka 10-11 ára kepptu Alex Bjarki, Kristíana Svava og Robert Matias í fjölmennum og sterkum riðli og enduðu þau í 7. sæti eftir að hafa unnið tvo bardaga en tapað þeim þriðja naumlega.

Alex, Robert og Kristíana

Alex, Kristíana og Robert

 

Frábær árangur yngstu keppendanna okkar!