Helgina 15. – 16. apríl var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata í Smáranum í Kópavogi.
Í unglingaflokki voru 4 keppendur og komust þau öll á pall í einstaklingsgreinum:
- Kristíana Svava Eyþórsdóttir – kata 12 ára stúlkna – brons
- Inez Rojek – kata 13 ára stúlkna – silfur
- Hekla Sif Þráinsdóttir – kata 14 ára stúlkna – brons
- Elísa Rún Róbertsdóttir – kata 15 ára stúlkna – gull
Í barnaflokki voru 9 keppendur og tvö lið. Margir voru að keppa á sínu fyrsta móti og því var þetta mikil upplifun og reynsla fyrir þau. Ekki komust allir á pall í þetta sinn en þau sem fengu verðlaun voru:
- Alex, Eva og Róbert – hópkata 10-11 ára – brons
- Alex Bjarki Davíðsson – kata 11 ára pilta – brons
- Eva Jónína Daníelsdóttir – kata 11 ára stúlkna – silfur
- Aron Trausti Kristjánsson – kata 9 ára pilta – brons