Frábær árangur á bikarmóti í Taekwondo

Taekwondo Taekwondo

Helgina 29-30 apríl fór fram bikarmót í Taekwondo, mótið var haldið að Varmá. Keppt var bæði í Poomsae (formum) og Sparring (bardaga).
Aftureldingu gekk mjög vel og unnu tíu gull, sjö silfur og tíu brons. Þá var Justina Kiskeviciute
valin kona mótsins í sparring og Aþena Rán Stefánsdóttir valin kona mótsins í poomsae.
Frábær árangur og verður gaman að fylgjast með öllum þessu efnilegu keppendum í framtíðinni.

Vinstra megin á myndinni er Aþena og hægra megin er Justina.