Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 2. apríl 2022 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Gunnstein og Elínu en þau kepptu bæði í yngsta flokkinum, 12 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér.
Silfur – kata 12 ára stúlkur
Elín Helga Jónsdóttir lenti í öðru sæti í flokki 12 ára stúlkna og stóð sig frábærlega en hún hefur ekki keppt áður.

Elín á verðlaunapalli
Kata 12 ára pilta
Gunnsteinn Úlfar Eiríksson keppti í sterkum og fjölmennum 19 keppenda flokki í kata 12 ára pilta. Í fyrstu umferð var hann í þriðja sæti í sínum riðli en laut í lægra haldi í umferð tvö og endaði í 7. sæti. Frábær árangur hjá Gunnsteini sem hefur aldrei keppt áður.

Gunnsteinn að keppa
Nýjir réttindadómarar í kata
Gunnar Haraldsson og Hugi Tór Haraldsson tóku verklega prófið í dómgæslu og stóðust það með prýði. Það er afar mikilvægt að öll félög eigi réttindadómara til að geta sent keppendur á mót.

Hugi og Gunnar ásamt Valborgu og Viktori úr Fjölni, og Önnu formanni karatedeildarinnar