Stelpurnar fengu silfur í Úrvalsdeildinni

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Stelpurnar okkar fengu silfurverðlaun í Úrslitakeppninni í blaki eftir hörku keppni við KA stúlkur.  Við óskum þeim innilega til hamingju með silfrið á Íslandsmótinu 2021-2022. Þær spiluðu frábærlega í vetur og sýndu styrk sinn fljótt. Eina liðið sem þær töpuðu fyrir voru einmitt KA stúlkur.

Afturelding átti 3 fulltrúa í liði ársins sem tilkynnt var um á ársþingi Blaksambandsins þann 27.apríl, María Rún Karlsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir.  Einnig fékk Thelma Dögg viðurkenningar fyrir að vera:  Stigahæst í sókn og stigahæst í uppgjöf á leiktíðinni.

Thelma Dögg var einnig kosin BESTI LEIKMAÐUR ÚRVALSDEILDAR KVENNA 2021-2022 annað árið í röð.