Íslandsmeistari – 5. árið í röð

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fór fram sunnudaginn 17. mars 2024.

ÍSLANDSMEISTARI FIMMTA ÁRIÐ Í RÖÐ

Þórður Jökull Henrysson vann kata karla nokkuð örugglega og er því Íslandsmeistari 🏆🥇 Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitillinn hans frá því hann hóf keppni í karate.

Samkvæmt skrá Karatesambands Íslands er þetta í fyrsta sinn sem sami einstaklingur í vinnur titilinn fimm ár í röð í kata karla.

Íslandsmeistaramótið var vel sótt og var óvenju fjölmennt í karlaflokki, alls 16 keppendur. Keppt var með hefðbundnu útsláttarkerfi og vann Þórður alla sína andstæðinga örugglega í fjórum bardögum. Úrslit mótsins má finna hér.

Dómarar frá Aftureldingu á mótinu voru Anna Olsen og Gunnar Haraldsson og Willem Verheul var liðsstjóri.

Umfjöllun um mótið má finna á fréttavef RUV hér.

Þórður að gera kata Pachu

Þórður Jökull