Nýjir svartbeltarar – gráðun hjá sensei Morris

Karatedeild Aftureldingar Karate

Fjórir nýjir svartbeltarar bættust í hópinn 16. mars 2019 þegar þeir luku 8 klukkustunda gráðun hjá sensei Steven Morris. Þrír til viðbótar staðfestu svarta beltið og fengu þar með 1. dan (shodan).

Á myndinni hér að ofan má sjá nýju svartbeltarana og þá sem fengu 1. dan.

Í efri röð frá vinstri: Zsolt Kolcsár shodan ho, Hugi Tór Haraldsson shodan ho, Gunnar Haraldsson shodan og Agla Þórarinsdóttir shodan.

Í neðri röð frá vinstri: Andrés Björgvinsson shodan, Þorgeir Björgvinsson shodan ho og Emil Gústafsson shodan ho.

Emil Gústafsson og sensei Steven Morris