Silfur á Norðurlandameistaramótinu

Karatedeild AftureldingarKarate

Landslið Íslands í karate tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í karate sem haldið var í Danmörku 23. nóvember sl. Alls tóku 13 íslenskir keppendur þátt og voru þau Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu valin til þátttöku.

Hársbreidd frá Norðurlandameistaratitli

Þórður náði bestum árangri íslenska liðsins, en hann vann silfurverðlaun í flokki junior 16-17 ára pilta í kata. Munaði aðeins 0,06 stigum á honum og Finnanum Teo Lappalain­en.

Oddný náði sér ekki á strik á mótinu og komst ekki upp úr undanriðli.

Úrslit mótsins má nálgast hér og nánar má lesa um árangur Íslendinganna í frétt Morgunblaðsins.

Landslið Íslands í kata talið frá vinstri: Hugi, Þórður, Svana, Aron, Freyja, Oddný, Eydís og Tómas.