Dagana 15.-17. september var haldið 9. Smáþjóðamótið í karate, að þessu sinni í Luxembourg. 337 keppendur frá 9 smáþjóðum tóku þátt. Þórður tók þátt fyrir hönd landsliðs Íslands og keppti í tveim flokkum, kata karla fullorðinna (16 ára og eldri) og hópkumite.
- Í kata karla fullorðinna voru 28 keppendur frá 9 þjóðum og keppt var í fjórum umferðum. Þórður komst örugglega áfram í fyrstu og annarri umferðinni, í þriðju umferðinni varð hann annar og keppti því um brons á móti landsliðsmanninum Patric Marques frá Luxembourg en Þórður tapaði bronsinu naumlega með minnsta mögulega mun, aðeins 0,2 stig.
- Í hópkumite keppti hann með þeim Samuel Josh Ramos og Hannesi Mahong Magnússyni. Alls voru 12 lið skráð til keppni og unnu þeir fyrst tvö lönd, en töpuðu í undanúrslitum fyrir Kýpur. Því kepptu þeir um bronsið á móti Luxembourg sem þeir unnu 2-1. Sætur sigur á Luxembourg eftir naumt tap í kata.
Frétt MBL um árangur Íslands má lesa hér. Heildar úrslit mótsins má finna hér.
Samuel, Þórður og Hannes með brons