Telma Rut frábær fyrirmynd

Karatedeild Aftureldingar Karate

Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir er gott dæmi um hvernig það að stunda íþróttir gerir okkur betri í hverju sem er. Telma Rut æfði, keppti og þjálfaði í mörg á með Aftureldingu auk þess sem hún keppti með landsliðinu. Hún er margfaldur íslandsmeistari í kumite og náði frábærum árangri í alþjóðlegum mótum. En hún æfði og keppti ekki eingöngu í karate heldur líka með meistaraflokki kvenna í handbolta.

Í dag einbeitir Telma sér að því að ná atvinnuflugmannsréttindum en hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við karate því sl. haust tók hún þátt í og vann íslandsmeistaramótið í kumite í hennar þyngdarflokki auk þess sem hún dæmir reglulega á mótum.

Hér er skemmtilegt myndband sem Íslensk Getspá gerði um Telmu Rut.