Sleggjan styður við Aftureldingu

Meistaraflokkur karla í handknattleik og Sleggjan hafa gert með sér styrktarsamning til næstu þriggja ára. Sleggjan er þjónustuverkstæði atvinnutækja og er nýlega tekið til starfa í Mosfellsbæ.

„Stuðningurinn er afar dýrmætur afreksstarfi félagsins og alltaf gaman að sjá fyrirtæki í Mosfellsbæ leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja myndarlega við íþróttastarf bæjarins,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs karla í handknattleik.

Afturelding vill koma á framfæri þökkum til Sleggjunnar ehf. og óskar þeim velfarnaðar í starfi sínu hér í Mosfellsbæ.