Telma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2011

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Karate

Í kjörinu varð íþróttakona Aftureldingar, karate- og handknattleikskonan Telma Rut Frímannsdóttir, hlutskörpust. Afrek og titlar Telmu Rutar eru margvísleg á liðnu ári og ber hún titilinn íþróttakona Mosfellsbæjar með miklum sóma.
Aðalstjórn Aftureldingar óskar Telmu Rut hjartanlega til hamingju með titilinn og væntir mikils af þessari öflugu íþróttakonu og góðu fyrirmynd yngri iðkenda í framtíðinni.

Á hátíðinni fengu einnig fjölmargir aðrir iðkendur innan Aftureldingar viðurkenningar fyrir unnin afrek og góðan árangur á liðnu ári. Öllu þessu efnilega Aftureldingarfólki eru sendar hamingjuóskir og hvatning til frekari dáða í nafni félagsins á nýbyrjuðu ári.

Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2011 var valinn Kristján Þór Einarsson golfari úr golfklúbbnum Kili. Afturelding óskar honum hjartanlega til hamingju með titilinn.