Þórður með gull á Gothenburg Open

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 25. maí fór fram opna bikarmótið Gothenburg Open í Svíþjóð. Landslið Íslands sendi sex keppendur en að þessu sinni náði Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu bestum árangri en hann sigraði junior flokk unglinga 16-17 ára pilta auk þess sem hann lenti í þriðja sæti í fullorðinsflokki karla. Oddný Þórarinsdóttir úr Aftureldingu keppti í cadett flokki 14-15 ára stúlkna og lenti í þriðja sæti.

Á myndinni hér að ofan má sjá landslið Íslands að móti loknu, talið frá vinstri:

  • Tómas Pálmar Tómasson Breiðablik, cadett 14-15 ára pilta 5. sæti
  • Eydís Friðriksdóttir Fjölnir, cadett 14-15 ára stúlkna brons
  • Freyja Stígsdóttir Þórshamar, junior 16-17 ára stúlkna silfur
  • Oddný Þórarinsdóttir Afturelding, cadett 14-15 ára stúlkna brons
  • Svana Katla Þorsteinsdóttir Breiðablik, konur 16 ára+ brons
  • Þórður Jökull Henrysson Afturelding,  karlar 16 ára+ brons og junior 16-17 ára pilta gull

Heildarúrslit mótsins má nálgast hér.