Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stjórn knattspyrnudeildar boðar hér með til aukaaðalfundar þann 1. nóvember kl.20:00, Vallarhúsinu

Dagskrá fundar er:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar-fráfarandi stjórnar
  4. Árshlutareikningar deildarinnar
  5. Kosning formanns knattspyrnudeildar
  6. Kosning stjórnarmanna knattspyrnudeildar
  7. Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál
  8. Fundarslit

Ársreikningar knattspyrnudeildar verða til samþykktar á aðalfundi deildarinnar í mars 2023.

Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en fimm dögum fyrir fund 27. október og skal skila framboðum til framkvæmdastjóra á skrifstofu félagsins, umfa@afturelding.is.

 

Stjórn knattspyrnudeildar Aftureldingar