BRONS hjá Íslandi í U17 stúlkna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U17 kvennalið Íslands gerði góða ferð á NEVZA mótið í Danmörku í síðustu viku. Þær komu heim með bronsverðlaunin um hálsinn og með 2 stúlkur í liði mótsins auk þess að vera með mikilvægasta leikmann mótsins.  Frábær árangur hjá þessum stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Afturelding átti þrjá fulltrúa í liðinu, Ísabella Rink, Jórunn Ósk Magnúsdóttir og Lejla Sara Hadziredzepovic en það var einmitt Lejla sem var valin í draumaliðið sem besti kantur og einnig sem MVP mótsins, eða mikilvægasti leikmaður mótsins. Hreint frábær árangur og glæsileg frammistaða hjá henni og liðinu öllu.