Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Við minnum á Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu.

Hægt er að skila inn umsóknum til miðnættis þann 30 október.

 

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til keppnis- eða æfingaferða á vegum Aftureldingar.

Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld og annan kostnað við þátttöku í íþróttinni.

Umsókn um styrk í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur má finna á heimasíðu Aftureldingar, https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur/

Einnig má finna eyðublað hér: Umsóknarblað