Dramatík á lokamínútunum á Varmárvelli

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Gestirnir að austan voru heldur fljótari í gang og skoruðu mark snemma leiks. Okkar menn fundu ekki alveg taktinn og staðan hélst óbreytt til leikhlés. Í síðari hálfleik var meira fjör en það voru þó leikmenn Fjarðabyggðar sem gerðu annað mark sitt og ekki alveg óverðskuldað snemma í hálfleiknum.

En okkar drengir voru ákveðnir að láta ekki frá sér fleiri stig og Arnór Þrastarson tók sig til og skoraði gott mark með langskoti og gaf þar með tóninn. Afturelding var nú betri aðilinn og náði að jafna þegar Steinarr Wentzel skoraði með skalla stuttu eftir mark Arnórs. Það sem eftir lifði leiks var sótt á báða bóga en það var svo í uppbótartíma þegar Steinarr Wentzel skoraði sigurmarkið eftir mikil læti við mark Fjarðabyggðar og úrslitin 3-2 fyrir Aftureldingu.

Afturelding er nú í þriðja sæti deildarinnar og mætir HK á mánudaginn kemur í Kópavogi.