Sterkur útisigur hjá okkar stelpum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Líklega hafa ekki margir átt von á útisigri enda lið Aftureldingar búið að sitja við botninn það sem af er sumri. En stelpurnar okkar hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið og fylgdu nú eftir góðum sigri gegn KR á dögunum með mögnuðum útisigri á sterku Valsliði.

Það var Lára Kristín Pedersen sem gerði markið mikilvæga í fyrri hálfleik og þrátt fyrir tilburði Vals til að jafna tókst þeim það ekki og Afturelding heldur með stigin þrjú í Mosfellsbæinn. Liðið stígur við sigurinn uppfyrir Selfoss og þar með úr fallsæti en við sitjum nú í áttunda sæti Pepsideildarinnar með jafnmörg stig og FH fyrir ofan okkur en aðeins lakara markahlutfall.

Í næsta leik mætir Afturelding KR öðru sinni á stuttum tíma á Varmárvelli en nú í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn er á föstudag og hefst kl 19:15.