Eiður Ívarsson semur við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Eiður hefur tekið miklum framförum síðastliðin ár og er aðalmarkvörður 2. flokks karla og varamarkvörður meistaraflokks karla, þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall.

Sumarið 2012 var Eiður frá vegna meiðsla nánast allt tímabilð en mætti tvíefldur til leiks eftir það sumar og stýrði firnasterkri vörn 3. flokks sumarið 2013 en það sumarið fékk liðið á sig fæst mörk allra liða á Íslandi.

Eiður hefur mikinn metnað og hefur unnið mikið fyrir framförum sínum. Gaman verður að fylgjast með pilt á komandi árum, enda hefur honum verið falin mikil ábyrgð þrátt fyrir ungan aldur sem hann hefur axlað með prýði.