Gunnar Wigelund kominn í Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Gunnar er fyrrum lærisveinn Atla Eðvalds og kemur frá 1. deildar liði KV.

Gunnar sem er örvfættur og sóknarmaður að upplagi var geysiöflugur með Reynismönnum í 2. deildinni í fyrra, þá undir stjórn Atla, en hann skoraði 10 mörk í deildinni og 8 mörk í bikarnum með Sandgerðingum en gekk svo til liðs við KV og hefur komið við sögu í 5 leikjum í 1. deild.

Frá 2010-2012 skoraði Gunnar reglulega með KB en hann lék einnig með Leikni hluta sumars árið 2012.

Knattspyrnudeild býður Gunnar velkominn í Mosfellsbæinn.