Ekki lengra í bikarnum í ár

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikurinn var í járnum allan tímann og bæði lið staðráðin í að gefa ekki á sér færi. KR byrjaði örlítið betur án þess að skapa hættu en síðan jafnaðist leikurinn og markaleysi í fyrri hálfleik gaf ágæta mynd af gangi leiksins. Í síðari hálfleik voru það svo KR stúlkur sem brutu ísinn með marki úr vítaspyrnu. Kristin markmaður varði reyndar spyrnuna en ekki frákastið og KR komið með forystu.

Afturelding blés til mikillar sóknar í lokin og freistaði að jafna og Erica Henderson náði að skora í blálok venjulegs leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Aftur náði KR forystunni og þrátt fyrir talverða pressu tókst okkur ekki að jafna aftur og úrslitin 2-1 fyrir KR. Afturelding er því úr leik í bikarnum þetta árið en KR er komið í undanúrslitin.

Næsti leikur stelpnanna okkar er á þriðjudag í Hafnarfirði gegn FH í deildinni.