Handboltaakademía Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

23. júlí – 4. ágúst 2012.   mán – föstudag
Kl: 09:00 – 12:00      6. flokkur  ( 2001 – 2002 )
Kl: 12:30 – 15:30     5. flokkur ( 1999 – 2000 )
Kl: 16:00 – 17:45      7. flokkur  ( 2003 – 2004 )

Námskeiðið  verður frá 23. Júlí – 4. Ágúst. Þau eru þau opin öllum hvort sem viðkomandi hefur æft handbolta eða ekki. Markmiðið er að þeir sem ekki hafa æft handbolta fái að prófa íþróttina og fá æfingu í grunn atriðum handbolta. Fyrir þá sem æfa eða hafa æft handbolta er markmiðið að auka færni í hreyfingum, skotum, sendingum ofl.  ásamt því að lögð verður áhersla á kennslu í viðeigandi styrktaræfingum fyrir tiltekinn aldur. Námskeiðið fer fram bæði innandyra í íþróttamiðstöðinni að Varmá og einnig utandyra á svæðinu í kringum íþróttmiðstöðina. Lögð verður áhersla á einstaklingsæfingar, tækniæfingar, s.s. varnarvinnslu, sendingar, skot og finntur ofl. Farið verður inná grunn í “næringarfræði”. Þ.e.a.s. farið verður yfir mikilvægi rétts mataræðis bæði fyrir almenna heilsu, en einnig fyrir árangur í íþróttum. Þar verður þeim gert ljóst hversu miklu máli það skiptir hvað þeir láta ofan í sig. Farið verður í grunn styrktarþjálfun fyrir börn, unnið með eigin þyngd og kenndar einfaldar styrktaræfingar. Umfram allt á þetta að vera fjölbreytt og skemmtilegt. Sjálfur verð ég leiðbeinandi á námskeiðinu og fer eftir þátttöku hvort að ég hafi með mér aðstoðarmann.
Gjald á námskeið er 12.000 kr fyrir  5 og  6 flokk.
Gjald á námskeið er 10.000 kr fyrir 7 flokk.

Innifalið  í gjaldinu eru æfingar, vatnsbrúsi, æfingabolur og grillveisla síðasta daginn.
Þeir sem hafa áhuga senda mér tölvupóst á thrandur@roth.is
Einnig ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að senda mér póst.

Kveðja Þrándur Gíslason Roth